til hamingju Morales!!

 Evo Morales  forseti Bólivíu lýsti í dag yfir sigri í kosningum um nýja stjórnarskrá sem á að tryggja frekar réttindi indjána( sem eru í meirihluta) og heimamanna í landinu og lýsti yfir nýrri Bólivíu.

Ekki eru mörg ár síðan Bólivía sótti um aðstoð frá alþjóðagjaldeyrissjóðnum og seldu í framhaldinu vatnsveiturnar í landinu til hæstbjóðanda. Það var bandaríska stórfyrirtækið Bechtel (sem þandi húsnæðismarkaðinn á Austurlandi) sem keypti. Hækkaði vatnsverðið gríðarlega í kjölfarið og svo mikið raunar að fólk í fátækrahverfum þurfti að safna rigningarvatni í tunnur. Ekki hugnaðist Bechtelmönnum það og gerðu út sveitir manna til að gera tunnurnar upptækar. Það fannst Bólivísku Ríkisstjórninn einum of og riftu samningnum við Bechtel!! En brot á samningum er höfuðsynd í frjálshyggjunni og Bechtelmenn þurftu ekki að hugsa sig tvisvar um og drifu sig í mál fyrir  alþjóðlegu sáttamiðstoðinni í fjárfesingadeilum( leyni dómstóll hjá World bank) .

Bechtelmenn halda því fram að hafa fjárfest fyrir 25m$ í cochomba 3ju stærstu borginni og vilja fá féð til baka. 25m dollarar í Bólivíu duga til að ráða 3000 kennara á landsbyggðinni og tengja 125.000 fjölskyldur í vatnssamband .Á Bechtel tímanum áttu hinsvegar 600.000 manns ótraustan aðgang að vatninu..

 

Til hamingju Bólivía með nýju stjórnarskránna.

 

þangað verðum við að stefna ..

nýja stjórnarskrá eins fljótt og auðið er!

lifi appelsínugula sleifarbyltingin!

bylting fólksins!

byltingin okkar! 

Viðbót.. þessi færsla var skrifuð sama dag og Geir Hilmar Haarde sagði upp!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hálf óraunverulegt að upplifa það að lesa Confessions of an Economic Hitman og IMF í Bólívíu og sjá svo þessa sömu sjakala labba hringi í kring um ísland.

Enn furðulegra var að sjá að ýmsir mikilsvirtir íslendingar hafa unnið fyrir IMF, jafnvel án þess að sjá að því virtist, hvað sú stofnun var að gera vanþróuðu löndunum. 

Eins og ég spurði eitt sþ friðarbarnið á síðustu menningarnótt, þegar utanríkisráðuneytið opnaði dyr sínar; "Hvernig stendur á því að það gengur svona hægt að þróa þróunarlöndin, þegar Íslandi var kippt inn í nútímann á nokkrum árum?".  Barninu fannst það líka skrítið, en hafði aldrei hugsað út í það.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 08:34

2 Smámynd: Hinrik Þór Svavarsson

jebbs það var gott þegar Vilhjálmur Egilsson fullyrti að AGS hefði aldrei neitt nema það besta fyrir alla!

Hinrik Þór Svavarsson, 7.2.2009 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband