Færsluflokkur: Ljóð

hér er engin framtíðarsýn að því er ég fæ skilið!

Allt í einu varð Njörður P. Njarðvík hetjan mín..

 Annað lýðveldi get ég alveg skrifað undir og þarna er kominn fram maður sem að mínu viti gæti leitt hóp, jafnvel breiðfylkingu fólks fram veginn til réttlátara og lýðræðislegra samfélags .. 

hann er gáfaðri en ég og mig vantaði þannig mann .. (ekki má skilja þetta sem svo að þeir séu eitthvað fáir sem eru það, alls ekki ). 

 Okkur vantar skynsemismann í brúnna og Njörður er maðurinn .. 

 er mönnum alvara með að Robert Wessman sé að fara í spítalaleik?

 


tennur

það er rétt Jón Við Skuldum börnunum okkar það... ég hugsa að ég ætli að vakna til lífsins .. nú er klukkan 1506 á klukkunni í horninu og ég að lesa um mótmælin í landsbankanum á netinu nývaknaður..  .. hefði átt að vera þar.. hef spurt mig að því áður hvort þetta geti verið gömul þreyta ..  

ég er að verða 30 ára á sunnudaginn og hlakkar mikið til og vonandi get ég hjálpað til við að gera Ísland að betra landi í framtíðinni ....Diljá(3gj ára Dóttir mín) fór til Tannlæknis  í morgun í fyrsta skipti út af því að það var ókeypis , annars hefðum við ekki haft efni á því að fara. Konan er með brotinn jaxl og kallinn vantar svona eins og tvo nýja endajaxla sem kosta tvöhundruð þúsund rúmar hvor en það er stopp vegna þess að ég skulda tannsa 50.000 .. Diljá mín er að byrja lífið og það er hreinlega mjög ólíklegt að það verði til aur i kotinu mínu til að viðhalda hennar tannheilsu í framhaldinu. Hún er núna með fullkomnar tennur en það er ekki víst að það endist henni ævina.

Ég spjallaði við Hústökumann í Berlín síðasta haust sem var nýkominn frá Tannlækni og sagðist hafa verið hræddur um að vera dottinn út sjúkratryggingaskrá þar sem hann hafði ekki borgað í kerfið í nokkur ár ( 100 evrur á ári fyrir hann).Tannsi tjáir skvatternum að hann þurfi uppskurð sem kosti 1000 euro og skvatterinn sem er þjáður af tannpínu biður hann um að tjekka á sér í kerfinu og viti menn þar er vinurinn enn og nú sat hann allglaður á sterkum verkalyfjum að fara í  ókeypis aðgerð að tveimur dögum liðnum.

einhvers staðar var tekin sú pólitíska ákvörðun að hafa tannlæknana fyrir utan velferðarþjónustuna og hefur aðstoðin við fólk í tannkreppu minnkað hratt og örugglega. Það eru mörg rétlætismálin sem brenna á fólki í dag og fyrir mér er þetta eitt af þeim málum. Ég vil tennur inn í velferðarþjónustuna af fullum þunga og að það sé bara sjálfsagður hlutur að fólk get farið til tannsa án þess að allt fari í kerfi..    

Hinrik þór


TIL HAMINGJU ÍSLAND!!!!

næsta skref í einkavæðingunni er hafið gott fólk.. gleðin er við völd.. mér er of mikið niðri fyrir til að skrifa eitthvað af vit..

LIFI byltingin...

Góðar stundir


mbl.is IMF samþykkir lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

stattu þig Steingrímur..

gott Steini minn
Auðvitað eigum við skilið að fá að sá öll skjöl um umsókn til IMF. Réttur okkar felst í því að geta rætt um skilmála samningsins lýðræðislega og myndað okkur skoðun á því hvort að hagsmunum okkar borgaranna sé best þjónað með afkomu sjóðsins eða ekki..það erum jú einu sinni við borgararnir sem munum finna á eigin skinni hvernig það gengur ..
Ég persónulega ber ekki mikið traust til þessarar stofnunar og hef myndað mér þá skoðun án þess að fá að sjá þessa skilmála að ekki væri ráðlegt að taka þetta lán.. en mikið væri gott ef umræða færi af stað hvað felst í þessu þó ekki væri nema til að még geti skipt um skoðun..

Áfram Steingrímur og gangi okkur vel

Hinrik þór Svavarsson
Áhyggjufullur Íslendingur með vonarneista í hjarta


mbl.is Steingrímur J. krefst upplýsinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

bæn til ....

já þorgerður hafði rétt fyrir sér spennandi og skemmtilegir tímar framundan.. ég hlakka ekkert smá til..Það er svo gaman að vera Íslendingur í dag.. ég er til í að borga alveg þangað til ég dey .. ég skal bara taka út séreignasparnaðinn til að borga af íbúðinni minn og ég treysti bara læknum fyrir því að ég geti unnið til 100 ára aldurs svo ég geti klárað að borga af lánin mín .. ég skal borga Þorgerður bara ef þú hættir á auglýsingamarkaði svo ég geti örugglega fengið að horfa á Survivor til 2078 (kannski verða þau á Mars eða venus eða júpiter, )

ég elska alþjóðagjaldeyrissjóðinn fyrir að vilja koma og HJÁLPA okkur og guð veit að við biðjum öll um að krónan verði sett á flot(lesist kaf) sem allra allra allra allra allra fyrst og að hún komist í hækkunarfasa til að traust geti myndast aftur á íslenskum bankamönnum út í heimi svo þeir geti nú fengið vinnu , kannski í Argentínu.

ég er ástfanginn af íslenskum pólitíkusum því þeir og sérstakleg Geir minn brosa svo fallega til okkar þegar þeir eru svo myndarlegir að líta niður til okkar hinna. Það er svo gott að vita af því að þeir standa vörð um framtíð mína og minnar fjölskyldu og Árni minn gangi þér vel með nýja húsið elsku kúturinn minn það er gott að sjá hvað þú ert framtaksamur DÚLLUBOSSI.

Ég er líka ástfanginn af DAVÍÐ ODDSYNI ég skil ekki alveg afhverju en ég held að það sé siðblind badboy árátta (mig langar alltaf svo mikið til að breyta fólki) og finnst svp gott að láta særa mig því Davíð er hættur að líta niður til okkar hinna hann á heima á himnum og þar er gott að hafa hann. Viltu gera eitt fyrir mig Dabbi Minn passaðu upp á það að fara með okkur in í ESB BEINUSTU LEIÐ EINS FLJÓTT OG HÆGT ER PLÍS!!!!

Bestu kveðjur
Með fyrirfram þökk
Hinrik Þór Svavarsson


andri snær í silfrinu

er að hlusta á Andra í silfrinu og verð að segja að það er ekki margt rangt í því sem hann segir .. þetta er bara hárrétt það þarf einhver að segja af sér .. ég er reyndar orðinn leiður á því að það sé kallað eftir afsögnum en vissulega gæti það minnkað reiðina.
Hins vegar veltir maður fyrir hvort það sé það sem þarf( að reiðin minnki) .. þurfum við ekki einmitt að fá trú á það að við getum knúið fram breytingar .. Við þurfum að finna út hversu langt þarf að ganga til hlustað sé á okkur!! Við þurfum að læra að channela reiðina á rétta staði..

2 hagfræðingar koma svo í silfrið og enn er talað um peninga í líkingu við náttúruafl hvernig gengur það upp.. eru peningar náttúruafl?

við eigum orku við eigum þekkingu við eigum vinnuafl eigum líklega tæki og tól til að sækja þessa orku .. mér er sagt að það tæki 15 ár að gera Ísland að 100 vatnsvæddu samfélagi( að öll orkunotkun okkar yrði rafmagn) en þa eina sem vantar er PENINGAR.. Hvað er þetta apparat sem er samkvæmt nútíma reglum aðeins 8% til þ.e aðeins 8 % af efnahagsreiknungum bankanna er raunverulegt og þess vegna geta 8.000 gjaldþrot sett bankana á hausinn!!!!SETT ÍSLAND Á HAUSINN!!!!!
ég gæti verið að misskilja þetta eitthvað aðeins


fleiri myndir og meiri hugleðingar.

byrjum bara á því að benda á nokkrar myndir..

WAR ON DEMOCRASY -----JOHN PILGER

Pilger er breti sem hefur um langt árabil fylgst með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og því sem hann kallar bandaríska efnahagsheimsveldið. Þessi mynd fjallar um baráttu borgara í nokkrum löndum S.Ameríku gegn heimsveldinu í norðri og hvernig sigrar hafa unnist .. Hugo Chaves er í viðtali sem og CIA menn sem voru í fararbroddi í Chile ævintýrinu þeirra. frábær mynd sem vert er að horfa á fyrir alla sem aðhyllast lyðræði og friðsamlegum mótmælum.

John perkins-- confessions of an economic hitman..
fyrirlestrar hans opna augu manns fyrir raunverulegum vinnuaðferðum alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem er vægast sagt óheillandi.. samningar við S-Arabíu misheppnaðar samningaviðræður við Saddam Hussein og fleira verulega fallegt kemur fram í máli hans en einnig bendir hann á það að í raun sé engin þörf á að losna við spillta forseta per se haldur þurfi að ráðast ti atlögu við stórfyrirtækin.
þessar 2 eru báðar á videogoogle.com

Money as debt.. peningatréð útskýrt á einfaldann hátt .. á youtube

megi augu manna opnast fyrir heiminum og megi menn sjá hið sanna eðli hluta. Hættum að breiða yfir óþægindin .Eina leiðin til að geta tekið raunverulegar ákvarðanir um næstu skref er að horfa blákalt á heiminn og spyrja er þetta rétt.

Hinrik Þór Svavarsson


ég ér að hugsa

Í fréttum á bylgjunni í dag heyrði ég af því að komið væri í gang keðjubréf sem hvetur fólk til að hætta að borga skuldir sínar til að setja pressu á yfirvöld. Einnig var sagt frá því í fréttinni að á facebook væri búið að stofna hóp sem hefði sama markmið. fyrir það fyrsta finnst mér nokk merkilegt að farið sé að segja fréttir ef myndun hóps á facebook en hitt er hins vegar verra að ég hef ekki getað fundið hópinn undir því nafni sem sagt var frá eða afskrifum skuldir okkar, ef einhver les þetta og veit um þennan hóp vil ég endilega vita meira og komast í samband við hann.

Hitt er skemmilegra að búið er að loka á hreyfinguna sem tengist áskorun vissra aðila um að sýna Zeitgeist addendum á rúv sem fyrir mér er bara hið eðlilegasta mál..kanski bara að ég setji inn link á myndina

 

 http://video.google.com/videosearch?q=zeitgeist&emb=0&aq=2&oq=+z#emb=0&aq=2&oq=%20z&q=zeitgeist%20addendum&src=3


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband