tennur

það er rétt Jón Við Skuldum börnunum okkar það... ég hugsa að ég ætli að vakna til lífsins .. nú er klukkan 1506 á klukkunni í horninu og ég að lesa um mótmælin í landsbankanum á netinu nývaknaður..  .. hefði átt að vera þar.. hef spurt mig að því áður hvort þetta geti verið gömul þreyta ..  

ég er að verða 30 ára á sunnudaginn og hlakkar mikið til og vonandi get ég hjálpað til við að gera Ísland að betra landi í framtíðinni ....Diljá(3gj ára Dóttir mín) fór til Tannlæknis  í morgun í fyrsta skipti út af því að það var ókeypis , annars hefðum við ekki haft efni á því að fara. Konan er með brotinn jaxl og kallinn vantar svona eins og tvo nýja endajaxla sem kosta tvöhundruð þúsund rúmar hvor en það er stopp vegna þess að ég skulda tannsa 50.000 .. Diljá mín er að byrja lífið og það er hreinlega mjög ólíklegt að það verði til aur i kotinu mínu til að viðhalda hennar tannheilsu í framhaldinu. Hún er núna með fullkomnar tennur en það er ekki víst að það endist henni ævina.

Ég spjallaði við Hústökumann í Berlín síðasta haust sem var nýkominn frá Tannlækni og sagðist hafa verið hræddur um að vera dottinn út sjúkratryggingaskrá þar sem hann hafði ekki borgað í kerfið í nokkur ár ( 100 evrur á ári fyrir hann).Tannsi tjáir skvatternum að hann þurfi uppskurð sem kosti 1000 euro og skvatterinn sem er þjáður af tannpínu biður hann um að tjekka á sér í kerfinu og viti menn þar er vinurinn enn og nú sat hann allglaður á sterkum verkalyfjum að fara í  ókeypis aðgerð að tveimur dögum liðnum.

einhvers staðar var tekin sú pólitíska ákvörðun að hafa tannlæknana fyrir utan velferðarþjónustuna og hefur aðstoðin við fólk í tannkreppu minnkað hratt og örugglega. Það eru mörg rétlætismálin sem brenna á fólki í dag og fyrir mér er þetta eitt af þeim málum. Ég vil tennur inn í velferðarþjónustuna af fullum þunga og að það sé bara sjálfsagður hlutur að fólk get farið til tannsa án þess að allt fari í kerfi..    

Hinrik þór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sammála.  Ég hefði kannski fleiri en 11 tennur eftir ef svo væri.

Axel Þór Kolbeinsson, 17.12.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband