hættum að borga!!

ef ég væri einráður á mínu heimili hefði ég líklega hætt að borga í nóvember en svo einfalt er það ekki ... hins vegar hef ég lifað af afborgananahækkanir síðustu mánaða (með frystingu bílaláns ) og því hef ég ekki krafist þess svo mjög. 

Ég heyrði í nóvember að það þyrfti 8.000 einstakinga til að setja bankakerfið á hausinn með því einu að hætta að borga af okurlánum á húsnæði. ef svo er þá er ljóst að ekki er svo flókið fyrir hagsmunasamtök heimilanna að taka bankakerfið í gíslingu þar til samið verður við þau ( okkur ) um að minnsta kosti að lánastofnanir taki á sig að einhverju leyti þá auknu greiðslubyrði sem lögð hefur verið á herðar fólks. 

 

það er ljóst að ég hef ekki leyfi til þess að semja um lán til 70 ára þar sem nánast örugglega er ég þá að skuldbinda börnin mín til að borga af íbúðinni minni eftir að ég dey og það hugnast mér ekki.

 Verið er að reyna að halda lífi í bankakerfinu með öllum ráðum. ER ekki kominn tími til að við gerum upp við okkur hvort við sættum okkur við þetta bankakerfi lengur, hvað viljum við gera í staðinn og svo bara GERA ÞAÐ!!!

 

 


mbl.is Málsókn til varnar heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Auðvitað eiga 8-10.000 einstaklingar að HÆTTA að borga, þannig NEYÐUM við bankanna (stjórnvöld) til að semja við okkur um lausnir sem eru sanngjarnar!  Aðeins með slíkum gjörningi náum við fram réttlæti, ef við höldum áfram að spila með þá verður okkur nauðgað endarlaust og í raun verður stærsti hluti þjóðarinnar hnepptur í "skuldafjötra sem þeir losna aldrei út úr" - er það líf sem er áhugavert???  Nei segi ég, hættið að borga núna!!!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 13.4.2009 kl. 12:39

2 identicon

Að sjálfsögðu eigum við að hætta að borga af þessum okur lánum og okurvöxtum plús óraverðbólgu.Ef heimurinn sém að leggur sig fer á þrot bara að núllstilla hagkerfið og afskrifa allar skuldir heimsins í staðinn fyrir að vera að dæla fleiri þúsundum milljarðar í hagkerfið sém að heimsbanka kreppan kostar og ég seygi bara til hvers ? Maður spyr sig.

Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 13:00

3 Smámynd: SGunn

Ég hef einmitt verið að berjast við að halda öllu mínu í skilum. Það er að takast með herkjum og núna er maður að taka út allan auka lífeyrissparnað til þess að geta skaffað fyrir börnin og standa í skilum. Spurningin er. Er það þess virði að vinna baki brotnu til þess að borga af steypunni og það má ekkert gerast. Ef vinnan fer þá er þetta hvort eð er farið til fjandans. Ég er farinn að íhuga það alvarlega að hætta þessu.......Hvað annað er hægt??

SGunn, 13.4.2009 kl. 13:01

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Steinhættu að borga af lánunum ef þú skuldar yfir 50% í húsnæðinu þínu, það er vonlaust að þú náir að kljúfa dæmið.  Nýttu þér frest á nauðungaruppboðum til 31. október og búðu frítt í húsinu á meðan.  Allar líkur eru á bankinn kom þá til með að ganga á eftir þér með grasið í skónum og grátbiðja þig um að vera áfram í húsinu gegn vægu gjaldi, þó það væri ekki til annars en að kynda það.

Magnús Sigurðsson, 13.4.2009 kl. 13:29

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er vel hægt að komast upp með það núna að borga ekki af lánum í nokkra mánuði, því innheimtulögfræðingar hafa svo mikið á sínum snærum að þeir eru komnir með langa biðröð af verkefnum sem þeir ná ekki sinna. Auk þess þá tekur það ferli langan tíma og á meðan fær bankinn ekkert í kassann, það eru nú þegar það margir sem einfaldlega geta ekki borgað vegna þess að þeir hafa ekki efni á því, að eflaust þyrftu ekki margir í viðbót að taka þátt í svona löguðu til að taka bankakerfið í gíslingu.

Hver vegna er ekki fyrir löngu síðan búið að núllstilla þetta allt saman skil ég hreinlega ekki, það væri í raun mjög auðvelt því þetta eru bara tölur á blaði. Seðlar og mynt í umferð á Íslandi eru ekki nema um 15 milljarðar, en restin af öllum þessum "fjármunum" eru ekkert nema rafrænar innstæður og skuldir í bókhaldi bankanna, semsagt "óefnislegar" eignir sem er ekkert mál að leiðrétta með nokkrum músarsmellum. Að láta slík tæknileg smáatriði standa þjóðfélaginu fyrir þrifum er ekkert annað en glæpsamlegt, það þarf einfaldlega að gefa upp á nýtt og fyrr getum við ekki haldið áfram uppbyggingarstarfinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.4.2009 kl. 13:42

6 Smámynd: Pétur Kristinsson

Þetta er eina vitið Hinni. Hætta að borga. Í versta falli verður þú gjaldþrota og það er alls ekki the end of the world. Láttu mig þekkja það.

Pétur Kristinsson, 13.4.2009 kl. 15:10

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þeir einu sem sleppa sæmilega út úr þessu er þeir sem ekkert eiga. Þeir skulda meira en þeir eiga. Af þeim er ekkert hægt að ná.

Kristbjörn Árnason, 13.4.2009 kl. 16:32

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Já, við sem eigum ekkert nema bágt missum það allaveganna ekki

Axel Þór Kolbeinsson, 14.4.2009 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband