og takturinn entist daginn!!

 Ég var vakinn klukkan 10:15 í morgun með þessum orðum: "Geir er að fara að halda ræðu klukkan hálfellufu við þurfum að mæta niður á austurvöll". Skundaði ég af stað.. pottur og skeið var hljóðfærið og þegar við komum á völlinn voru nokkrir mættir og takturinn lagður íann. Útskyraðir lögreglumenn stóðu heiðursvörð um alþingi að venju og var nokkuð kalt.. sett var stefnan á að taka ekki pásu fyrren hópurinn teldi heilt hundrað.Um hálftvöleitið taldist okkur til að þeim fjölda væri náð.

Nokkrar umræður höfðu farið fram um atburði næturinnar og veltum við því fyrir okkur hvað gæti komið á eftir úðanum, kylfunum og táragasinu. Menn voru svolítið þreyttir og raddlausir eftir taktbarning og slagorðaóp síðustu tveggja daga já og auðvitað fangavistina í bílastæði forseta alþíngis. 

þegar líða tók á daginn fór að bera á mönnum með appelsínugula borða og mér var farið að sýnast að þar væru menn með boðskap í farteskinu. enn síðar kemur maður til mín og bíður mér uppá einn slíkan  borða til að næla í jakkann og spurði ég hann hvað væri á bakvið. "þetta er tákn um að þú styðjir friðsamleg mótmæli!" segir hann. Ekki lét ég bjóða mér þetta tvisvar og var óðara búinn að merkja mig á barminn hinum appelsínugula lit sem var farinn að sjást æ meir við völlinn.  

Þegar hér er komið sögu klukkan 16.45  voru á að giska 200 manns á austurvellinum lögreglan búin að taka nokkrar skiptingar en allir ennþá í sömu skyrugu göllunum. gong og sírenur höfðu bæst í hópinn og auðvitað má ekki gleyma gasknúnu ofurlúðrunum hans Sturlu.Takturinn hafði þést þónokkuð og haldist streitulaust síðan um morguninn, en nú skyldi ég sinna heimilisstörfum. Sótti ég dóttir mína á leikskólann, kom heim, athugaði á fésbókina hvað gerst hefði markvert yfir daginn og rak augun í appelsínugula hópinn. Taldi hann þá þegar slatta af fólki og skráði ég mig sem skjótast. Svo hringdi síminn ."Skráðu þig á Nýtt lýðveldi.is" var mér sagt að gera. Leist mér nú ekkert svo illa á það. 

Og nú þurfti að borða og horfa á fréttir. Gærkvöldið, táragas og skjaldborg mótmælenda um lögguna stóðu þar upp úr. Þá kom Eiginkona Lögreglunnar og þakkaðu þeim er skjaldborgina stóðu. Það var eitthvað í þessu hugsaði ég og gerði mig klárann til að fara og hamra taktinn á nýjann leik. Rétt áður en ég geng út hringir síminn :" heyrðu viltu koma með eitthvað Appelsínugult fyrir mig ég fann ekkert heima". Sjálfsagt mál, af hverju datt mér þetta ekki í hug. Eina appelsínugula flíkin í fataskápnum var nú klippt í renninga fleiri en einn og fleiri en tvo og nú skyldi heldur betur dreyfa út boðskap friðar.

Þegar ég mæti aftur á völlinn hafði fjölgað mjög í hópnum bæði af fólki og hljóðfærum en nú sá ég appelsínugula litinn á öðrum hverjum manni. Fólk hafði líka  tekið sér stöðu í röð fyrir framan lögregluna sem bar enga skildi og mér sagt að verið sé að fylgjast með hvort einhver sé að gera sig líklegann til að fara að grýta alþingi eða lögregluna. " Það þarf bara að tala við únglíngana" og enn þyngist takturinn og mantrað um hina vanhæfu ríkisstjórn hljómar hátt og snjallt.

Og enn hressist leikurinn mér er sagt að lögreglan sé tilbúin að yfirgefa heiðursvörðinn ef mótmælendur væru  reiðubúnir að verja alþingishúsið! Til er ég, hugsaði ég tók mér stöðu milli tveggja lögreglumanna tók í höndina á báðum og orgaði af öllum lífs og sálarkröftum "VANHÆF RÍKISSTJÓRN". Mínútu síðar sneru lögreglumennirnir sér niutígráður og gengu af vettvangi. Mótmælendum var treyst fyrir því að ekki yrðu unnar skemmdir á húsinu!! Og færðist nú fjör í leikinn og kraftur í hópinn. Gleðin leyndi sér ekki í svip allra sem tóku þátt, og takturinn þéttist og það var dansað og það var hlegið. Nokkrir sem augljóslega höfðu lagt leið sína í hasarinn áttu alltíeinu bara ekki heima í hópnum. Lögreglumenn gengu nú um grímulausir og hittust þá gamlir skólafélagar í fyrsta sinn í mörg ár þó þeir hefðu horft hvor á annan yfir víglína undanfarna tvo daga og varast hvorn annan.Það var komin fram friðarbón, sáttahönd jafnvel frá lögreglu til mómælenda. Og það var barið á bumbur, og það öskrað út í nóttina og það var léttir. Það var gott.

 

Hvort þessi sátt heldur er undir okkur komið! Lögreglan hefur lagt niður skildina og kylfurnar og nú svörum við kallinu, réttum út sáttahönd til Lögreglunnar og segjum hátt og snjallt:

"VIÐ ERUM VINIR "

 Appelsínugula sleifar byltingin lifi!

bylting fólksins !

byltingin okkar! 

 

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband