andri snær í silfrinu

er að hlusta á Andra í silfrinu og verð að segja að það er ekki margt rangt í því sem hann segir .. þetta er bara hárrétt það þarf einhver að segja af sér .. ég er reyndar orðinn leiður á því að það sé kallað eftir afsögnum en vissulega gæti það minnkað reiðina.
Hins vegar veltir maður fyrir hvort það sé það sem þarf( að reiðin minnki) .. þurfum við ekki einmitt að fá trú á það að við getum knúið fram breytingar .. Við þurfum að finna út hversu langt þarf að ganga til hlustað sé á okkur!! Við þurfum að læra að channela reiðina á rétta staði..

2 hagfræðingar koma svo í silfrið og enn er talað um peninga í líkingu við náttúruafl hvernig gengur það upp.. eru peningar náttúruafl?

við eigum orku við eigum þekkingu við eigum vinnuafl eigum líklega tæki og tól til að sækja þessa orku .. mér er sagt að það tæki 15 ár að gera Ísland að 100 vatnsvæddu samfélagi( að öll orkunotkun okkar yrði rafmagn) en þa eina sem vantar er PENINGAR.. Hvað er þetta apparat sem er samkvæmt nútíma reglum aðeins 8% til þ.e aðeins 8 % af efnahagsreiknungum bankanna er raunverulegt og þess vegna geta 8.000 gjaldþrot sett bankana á hausinn!!!!SETT ÍSLAND Á HAUSINN!!!!!
ég gæti verið að misskilja þetta eitthvað aðeins


samstaða er afl sem ekki brotnar!

sannarlega á ástandið eftir að versna og þess vegna verðum við "lýðurinn" að standa saman..

Um zeitgeist.. fín mynd til síns brúks en margt annað mun betra er á boðstólum á netinu t.d War on democrasy eftir John Pilger um uppreisnir í S.Ameríku sem ekkert hefur verið fjallað um á vesturlöndum heldur þvert á móti hefur farið fram lygaherferð í fjölmiðlum T.d. gegn Hugo Chaves sem stendur í stríði við alþjóða gjaldeyrissjóðinn.

Við þurfum að horfast í augu við stöðu okkar og velta fyrir okkur aðgerðum.
Staða okkar er í mínum huga klár. Við erum gjaldþrota(tæknilega ) og bara tímaspursmál hvenær hrægammarnir koma og byrja að bíta og IMF eru fremstir í röðinni . Við höfum leitað á náðir Rússa sem gekk ekki upp líklega út af þrýstingi frá USA(rússar hafa látið hafa eftir sér að condie Rice hafi sagt Sollu okkar að láta sér ekki detta það í hug að það yrði liðið) Í dag fáum við svo að vita að Kínverjir hafa einnig verið beðnir um aðstoð(það staðfesti Steingrímur J á borgarafundi í dag sem varð til þess að geir þurfti að jánka því) .. samkvæmt heimildum var Árni Matt húðskammaður af öllum stóru evrópuríkjunum í gær(ekki bara Bretum og Hollendingum) enda þýskurinn búinn að tapa helling á okkur..

mér sýnist vera að fara af stað kapphlaup um bestu bitana á íslandi og jafnvel Kína tekur þátt!

Tími stjórnvaldsaðgerða er svo gott sem liðinn og borgararnir þurfa að knýja fram breytingar með harkalegum aðgerðum hvort sem fólk vill fara þá leið að borga ekki af lánunum sínum og bendi ég fólki sem sér fram á það að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar eftir nokkra mánuði að hætta í greisluþjónustinni sinni og skammta bankanum þá peninga sem ekki þurfa að notast í mat, heilbrigðis og viðhaldskostnað einstaklinga á heimilinu og jafnvel fara niður í bankann sinn og hreinlega lýsa yfir vantrausti á hann og hætta að stunda við hann önnur viðskipti en að skipta launaávísunum ..

Nú býst ég ekki við að þetta viðmót mæti miklum skilningi í dag en mikið vona ég að fólk fari að átta sig raunveruleika ástandsins og fari að spyrna við fótum Lífsgæðakapphlaupinu er lokið gott fólk og við verðum að rísa upp gegn oki ofurkapitalismans og byggja okkar eigin kerfi sem byggir á því auðlindir okkar nýtist þegnum landsins en ekki stórfyritækjaelítu heimsins.. skoðið hvað gerðist í bólivíu, Chile, Venesúela , Brasilíu og ÍRAK..

þangað til næst.. lifið heil!!!


fleiri myndir og meiri hugleðingar.

byrjum bara á því að benda á nokkrar myndir..

WAR ON DEMOCRASY -----JOHN PILGER

Pilger er breti sem hefur um langt árabil fylgst með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og því sem hann kallar bandaríska efnahagsheimsveldið. Þessi mynd fjallar um baráttu borgara í nokkrum löndum S.Ameríku gegn heimsveldinu í norðri og hvernig sigrar hafa unnist .. Hugo Chaves er í viðtali sem og CIA menn sem voru í fararbroddi í Chile ævintýrinu þeirra. frábær mynd sem vert er að horfa á fyrir alla sem aðhyllast lyðræði og friðsamlegum mótmælum.

John perkins-- confessions of an economic hitman..
fyrirlestrar hans opna augu manns fyrir raunverulegum vinnuaðferðum alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem er vægast sagt óheillandi.. samningar við S-Arabíu misheppnaðar samningaviðræður við Saddam Hussein og fleira verulega fallegt kemur fram í máli hans en einnig bendir hann á það að í raun sé engin þörf á að losna við spillta forseta per se haldur þurfi að ráðast ti atlögu við stórfyrirtækin.
þessar 2 eru báðar á videogoogle.com

Money as debt.. peningatréð útskýrt á einfaldann hátt .. á youtube

megi augu manna opnast fyrir heiminum og megi menn sjá hið sanna eðli hluta. Hættum að breiða yfir óþægindin .Eina leiðin til að geta tekið raunverulegar ákvarðanir um næstu skref er að horfa blákalt á heiminn og spyrja er þetta rétt.

Hinrik Þór Svavarsson


ég ér að hugsa

Í fréttum á bylgjunni í dag heyrði ég af því að komið væri í gang keðjubréf sem hvetur fólk til að hætta að borga skuldir sínar til að setja pressu á yfirvöld. Einnig var sagt frá því í fréttinni að á facebook væri búið að stofna hóp sem hefði sama markmið. fyrir það fyrsta finnst mér nokk merkilegt að farið sé að segja fréttir ef myndun hóps á facebook en hitt er hins vegar verra að ég hef ekki getað fundið hópinn undir því nafni sem sagt var frá eða afskrifum skuldir okkar, ef einhver les þetta og veit um þennan hóp vil ég endilega vita meira og komast í samband við hann.

Hitt er skemmilegra að búið er að loka á hreyfinguna sem tengist áskorun vissra aðila um að sýna Zeitgeist addendum á rúv sem fyrir mér er bara hið eðlilegasta mál..kanski bara að ég setji inn link á myndina

 

 http://video.google.com/videosearch?q=zeitgeist&emb=0&aq=2&oq=+z#emb=0&aq=2&oq=%20z&q=zeitgeist%20addendum&src=3


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband